Merki gæðastýringar
////////
The symbol of quality management
English text below the ////
Úr handbók gæðastýringar 2008
Gæðastýring í hrossarækt miðar að því að votta framleiðslu búanna sem vistvæna gæðaframleiðslu og tekur á þáttum sem lúta að áreiðanleika ætternis og uppruna hrossanna, velferð þeirra og verndun landgæða. Fyrsta stig vottunarinnar lýtur að ætt og uppruna og byggist á skýrsluhaldi, örmerkingu og DNA – greiningu, annað stig er vottun á landnýtingu og lokastigið er góð fóðrun og umhirða.
Gæða-Skýrsluhald
Tilgangurinn með skýrsluhaldi í hrossarækt er fyrst og fremst að aðstoða hrossaræktendur við að halda á tryggan hátt utan um allar mikilvægar upplýsingar um einstök hross í þeirra eigu og mynda á þann hátt gagnagrunn sem unnt er að vinna úr frekari upplýsingar sem síðan nýtast hverjum og einum við ræktunarstarfið. Vel unnið skýrsluhald verður stöðugt mikilvægara þar sem kröfur um sönnun á réttmæti upplýsinga verða sífellt háværari meðal kaupenda íslenska hestsins. Gæðavottun á skýrsluhaldið er til að koma til móts við þessar kröfur en auðvitað einnig þeim sem hrossarækt stunda til hagsbóta. Þetta stig tengist sterklega WorldFengs verkefninu sem gengur út á að koma á miðlægum gagnagrunni um öll íslensk hross í heiminum. Grunnþættir eru skýrsluhald, örmerking og DNA – greining allra folalda.
Gæða-Landnýting
Annar af þremur hlutum vottunar um vistvæna gæðaframleiðslu lýtur að notkun lands með tilliti til beitar. Þar er leiðarljósið að nýta landið en níða ei og vottunin gengur út á að beitin rýri ekki landgæði né hamli eðlilegri framþróun. Þessi vottun er unnin undir faglegri umsjón Landgræðslu ríkisins.
Gæða-Umhirða
Þessi hluti vottunarinnar um vistvæna gæðaframleiðslu tekur til, fóðrunar, umhirðu og almenns heilbrigðis hrossanna. Eftirlitsaðili er opinbert búfjáreftirlit sveitarfélaganna.
Frekari upplýsingar er að finna á vef Bændasamtaka Íslands undir hrossarækt: gæðastýring.
////////
Quality management in breeding aims to certify the production of farms as environmentally sound quality production, and deals with aspects of breeding, including the dependability of heritage and horse origin, their well being and the protection of farmland. The first stage of the certification involves heritage and origins, and is based on record keeping, microchipping, and DNA analysis; the second stage is certification of farmland, and the final stage is good feeding and care.
Furter information is available on the Farmers Association’s web site, but only in Icelandic.