Auðnuafkvæmi / Offspring of Auðna

img_9454

img_9120
Tvö afkvæmi Auðnu frá Höfða yfirgáfu landið í haust og fluttu til nýrra eigenda í Svíþjóð og Belgíu. Það eru þau Aldís og Abraham, sem eru komin í umsjá tveggja góðra kvenna. Óskum við þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Í húsi núna eru fjórar hálfsystur undan Auðnu, Orradóttirin Alvara, Þristsdóttirin Alúð og Herjólfsdóttirin Andakt. Sú fjórða er Augsýn Kappadóttir sem er að komast í gott form. Knapi er Katherine Vittrup.

//////

Two offsprings of Auðna from Höfða left the country this fall and moved to their new owners in Sweden in Belgium. The offspring are Aldís and Abraham, who are now cared for by two good women. We wish them the best of luck in the future. We now have four half-sisters from Auðna in house: Alvara daughter of Orri, Alúð daughter of Þristur, and Andakt daughter of Herjólfur. The fourth is Augsýn daughter of Kappi who is getting into good shape. Rider is Katherine Vittrup.

Ungfolar 2016 / Young foals 2016

Í mai voru þriggja vetra graðfolar teknir inn í vikutíma. Lagt við þá, hringteymdir og farið einu sinni á bak. Sýndu allir gott geðslag. Þeir eru Bersi undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu, Óðinn undan Al frá Lundum og Dýrlingur undan Auð frá Lundum. Það er Vibeke Thoresen sem er knapi.

//////

This May three winter old stallions were taken in for a week. Ridden once and led in a circle. All showed good temperament. They are Bersi from Jarl from Árbæjarhjáleiga, Óðinn from Alur from Lundar, and Dýrlingur from Auður from Lundar. Vibeke Thoresen is the rider.

Veturinn líður / Winter Passes

IMG_0842

Það er líf og fjör í hesthúsinu núna eftir frekar rólega byrjun. Í byrjun október voru þriggja vetra tryppin tekin inn og Sigbjörn var nánast einn við frumtamningar. Þrjár hryssur og einn geldingur undan Abraham, ein hryssa undan Asa og Orradóttir undan Auðnu. Í stuttu máli hefur allt gengið vel, Abrahamsafkvæmi lofa góðu. Þau eru næm en yfirveguð, skrefmikil og allur gangur laflaus. Asadóttirin er undan Lind frá Eiðisvatni. Hún er mjög stór og þroskamikil, skrefmikil en þarf tíma til að ná jafnvægi. Orradóttirin er enn að þroskast mikið og býður af sér mjög góðan þokka. Gæðingsefni.
Í byrjun janúar kom til okkar hún Emilie frá Danmörku. Hún er harðdugleg og áhugasöm og verður hjá okkur fram á sumar. Lea frá Þýskalandi sem var hjá okkur í tæpt ár í fyrra er í mánaðarfríi frá háskólanum sínum og eyðir því hér við þjálfun. Frábært að fá hana. Svo er hún Marine frá Frakklandi sem verður hér í tvær vikur á vegum skólans síns. Hún stefnir á að verða reiðkennari og er að kynnast íslenskum hestum í fyrsta sinn. Það gengur svo ljómandi vel og hún fékk líka það verkefni að frumtemja einn á þriðja vetri. Hann slasaðist á fæti í vetur og þurfti að koma inn í meðhöndlun. Er orðinn óhaltur og því þótti tilvalið að leyfa Marine að spreyta sig enda er hann stór og myndarlegur undan öðlingnum Þristi frá Feti. Hún settist á bak honum á fjórða degi.

//////

It’s very lively in the stables now after a quiet start. At the start of October the three years olds were taken in and Sigbjorn was almost completely alone during startup taming. Three mares and one gelding from Abraham, one mare from Asi and daughter of Orri and Auðna. In short, everything has been going very well, offspring of Abraham are promising. They are sensitive but calm, wide steps and all gaits loose. The daughter of Asi is from Lind from Eiðisvatn. She is very large and mature, wide steps but needs time to gain balance. The daughter of Orri is still maturing a lot and has fine grace. Gæðingur material.
At the start of January Emilie from Denmark joined us. She is very hard working and enthusiastic and will stay with us until the summer. Lea from Germany, who was with us for close to a year last year, is on a month long holiday from university and is spending it here training. Great to have her. Then there is Marine from France who will stay here for two weeks as part of her education. Her goal is to become a riding instructor and is getting to know Icelandic horses for the first time. It is going very well and she got the project to startup a three year old. He was injured on a leg this winter and had to come in for treatment. He isn’t limping any more and so we considered him good for Marine to test her skills, as he is big and well developed from the gentle Þristur from Feti. She was riding him on the fourth day.

IMG_1028

IMG_1053

IMG_0664

IMG_0837

IMG_1134

IMG_1255

Asi á World tölt / Asi at World Tolt

Það hefur þegar komið fram að Auðnu- og Bjarmasonurinn Asi hefur verið seldur til Belgíu.
Auk þess að vera hátt dæmdur í kynbótadómi á hann að baki farsælan keppnisferil. Síðast keppti hann í meistaradeildinni í fjórgangi í lok janúar þar sem hann lenti í fimmta sæti hjá Jakob Sigurðssyni og þann 8. febrúar sigruðu hann og Julia Katz fjórgang ungmenna í Borgarnesi . Fjórum dögum síðar var hann kominn til Belgíu og viku seinna til Óðinsvéa þar sem hann tók þátt í stóðhestakeppni fjórgangshesta og sigraði hana. Lýsandi dæmi um gott geðslag og yfirvegun. Það var mikil gleði og gaman að vera áhorfandi þar, ekki síst fyrir hina nýju eigendur, Frans Goetschalckx og Greet Van Steenbergen. Við óskum þeim innilega til hamingju með hestinn. Hér fylgir með myndband frá keppninni í Óðinvéum.

//////

It has already been mentioned that Asi, son of Auðna and Bjarmi, has been sold to Belgium. Aside from a high breeding evaluation, he has an impressive competition record. He last competed in the Masters in four gait at the end of January where he came in fifth with Jakbo Sigurðsson, and on 8th of February he and Julia Katz won the young riders’ four gait in Borgarnes. Four days later he was in Belgium, and a week after that in Odense where he participated in four gaited stallion competition and won. A good example of good temperament and calm under pressure. It was very joyful watching him, not least for the new owners, Frans Goetschalckx and Greet Van Steenbergen. We congratulate them sincerely on the new horse. The video above is from the competition in Odense.

Nú árið er liðið… / A year has passed

Nú er árið 2013 senn á enda og vert að líta yfir farinn veg.
Í fyrsta sinn áttum við hest á heimsmeistaramóti. Alur fór út til Berlínar ásamt knapa sínum, Jakob Sigurðssyni, en þeir urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar tveim vikum áður. Þeir stóðu sig frábærlega í forkeppninni, fyrsta sæti í T2 og þriðja í fimmgangi. Þótt úrslitin hafi ekki farið eftir björtustu vonum erum við mjög sátt, og sannfærð um að Alur eigi eftir að koma fram á fleiri mótum á næstu árum. Hann dvelur nú í góðu yfirlæti í Danmörku.

Abraham Vilmundarson var sýndur í 5 vetra flokki stóðhesta og lenti í öðru sæti. Daginn eftir mótið kom í ljós að hann var mikið bólginn á framfæti. Á röntgenmynd kom í ljós sprunga í kjúkubeini sem leiddi til þess að Abraham eyddi sumrinu í sjúkrastíu. Hann var síðan járnaður í byrjun nóvember eftir að dýralæknar höfðu gefið grænt ljós og hefur verið í léttu trimmi síðan.

Auður sinnti hryssum hér heima í allt sumar. Er nú kominn á járn og notaður spari.

Litli bróðirinn Alexander Kvistsson var seldur til Þýskalands í haust.

Síðan í byrjun september hafa þær Julia frá Svíþjóð  og Lea  frá Þýskalandi verið við tamningar hér. Hefur verið farið yfir öll tryppi á fjórða vetri og eldri. Þar á meðal er ýmislegt spennandi, t.d. mjög efnilegar hryssur undar Al, Asa, Bjarma, Leiftra og Hrannari frá Þorlákshöfn að ógleymdri Auðnudótturinni undan Kappa frá Kommu.

Leiftraafkvæmi eru að koma sérlega skemmtilega út, viljug og töltgeng.

Að endingu viljum við óska öllum þeim sem við áttum samskipti við á árinu, gleðilegs nýjárs.

//////

Now that 2013 is at an end it’s time to look at what’s passed in the year.

We had a horse at the World Championship for the first time. Alur went to Berlin with his rider Jakob Sigurdsson, but they became double Iceland champions two weeks before. They did very well in the primaries, first place in T2 and third in five-gait. Even though the results weren’t up to our highest expectations we are very pleased, and convinced Alur will turn up for more matches in the coming years. He is currently relaxing in Denmark.

Abraham of Vilmundur was showed in the 5 year stallions category and came in second place. The day after the match it was found he had a bad swelling on a front leg. X-ray showed a crack in a bone which caused Abraham to spend the summer on a sickbed. He was shoed at the start of November after veterinarians gave the green light, and has been doing some light exercise ever since.

Audur tended to mares at home all summer. He is now shoed and used sparingly.

The little brother, Alexander of Kvistur was sold to Germany this fall.

Since the start of September, Julia from Sweden and Lea from Germany have been taming here. They’ve gone over all horses 4 years and older. A lot of them were very exciding, e.g. very promising mares from Alur, Asi, Bjarmi, Leiftri, and Hrannar from Thorlakshofn, and the daughter of Audna and Kappi from Komma.

The offspring of Leiftri are lookin very fun, with good spirit and tolt.

Finally, we wish all we were in contact with in the year a happy new year.

Mótahald og stóðhestahald / Matches and stallions

Það er búið að vera mikið að gerast í mótahaldi á Vesturlandi undanfarið. Fjórðungsmót og Íslandsmót sitt hvora helgina í byrjun júlí. Við áttum einn kynbótahest á fjórðungsmótinu, Abraham 5 vetra Vilmundarson. Hæfileikaeinkunn hans hækkaði um tvær kommur, úr 8,11 í 8,13, 8,24 út og lenti í öðru sæti. Strax eftir mót kom í ljós að hann var stokkbólginn á framfæti og við nánari rannsókn kom í ljós mikil tognun í kjúkulið og sprunga í kjúkubeini. Það er því ljóst að hann sinnir ekki hryssum í sumar. Batahorfur eru þó góðar.

Asi keppti í b flokki stóðhesta, knapi var hún Julia Katz, tamningakonan okkar og þau enduðu í þriðja sæti. Góður árangur það hjá 19 ára knapa.

Íslandsmótið var haldið í Borgarnesi. Jakob og Alur endurtóku leikinn frá í fyrra og sigruðu bæði slaktaumatölt með 9,04 og fimmgang með 8,19 og þetta var gott veganesti fyrir heimsleika í Berlin.

Auður er í túninu heima og sinnir hryssum. Það er búið að sóna einu sinni frá honum og útkoman er mjög góð, stöðugt bætast við nýjar hryssur. Næst verður sónað í lok mánaðarins.
Alexander er í Efra Nesi með hryssuhóp, hann tekur vel á móti nýjum hryssum.

//////

A lot has been happening with matches in West Iceland recently. Quarters and Islandsmot two weekends in the start of July. We had one breeding stallion in the quarters, Abraham 5 years of Vilmundur. He improved in talents, went from 8.11 to 8.13, for a total of 8.24 and came in second place. Right after the match we found out that he was badly swollen on a front leg, further examination revealed a bad sprain in the joint and a crack in the bone. He will therefore not be tending mares this summer, but he is expected to make a full recovery.

Asi competed in B class stallioins, our tamer Julia Katz was rider and they came in third place. A good result from a 19 year old rider.

Islandsmot was held in Borgarnes. Jakob and Alur made a repeat performance from last year and won both loose rein tölt with 9.04 and five-gait with 8.19.

Audur is in the fields at home tending to mares. One mare of his has had sonar and the outlook is good, new mares are coming in constantly. Next sonar is at the end of the month. Alexander is in Efra-Nes with a group of mares, and eagerly welcomes new mares.

Voruppgjör / Spring Update

Nú er kynbótadómum lokið þetta vorið svo og úrtökum fyrir Fjórðungsmót og Heimsmeistaramót.Einn stóðhestur var sýndur í kynbótadómi frá okkur, Abraham sonur Auðnu og Vilmundar frá Feti. Hann hlaut 8.43 fyrir byggingu og 8.08 fyrir hæfileika, 8.22 út. M.a. fékk hann 9 fyrir bak og lend og 9.5 fyrir hófa, 8 fyrir tölt, 8.5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Það mun fljótlega koma í ljós hvar hann verður í girðingu í sumar.

Ákveðið var að fara ekki með Alexander í dóm í vor. Hann er 4 vetra undan Auðnu og Kvisti frá Skagaströnd. Hann er með góð gangskil og góða stefnu, og margt bendir til að hann verði ekki sístur af bræðrunum. Hann er hér heima í hryssum.

Jakob og Alur tóku þátt í sportinu. Þeir sigruðu slaktaumatöltið og urðu þriðju í fimmgangi á Reykjavíkurmeistaramótinu. Á íþróttamóti Sörla sigruðu þeir báðar greinar, með 7.90 í fimmgangi og 8.54 í slaktaumatölti. Síðan kræktu þeir sér í farmiða til Berlínar í úrtöku fyrir HM og sigruðu svo Gullmótið með glæsibrag.

Auður er í túninu heima og sinnir hryssum. Enn er hægt að bæta inn á hann.

Síðan í byrjun apríl hefur ung stúlka frá Svíþjóð, Julia Katz verið hjá okkur að temja og keppa með vaxandi árangri. Meðal annars tók hún þátt í fjórgangi á Gullmótinu á Asa og stóð sig mjög vel.

//////

Breeding assessments are over as well as picks for Fjordungsmot and WM. One of our horses, Abraham son of Audna and Vilmundur frá Feti was judged. He recieved 8.43 for conformation, 8.08 for rideability, 8.22 total. Notable marks were 9 for back, 9.5 for hooves, 8 for tolt, and 8.5 for pace, spirit and form under rider. We will soon find out where he will be this summer.

We decided not to take Alexander for assessment this spring. He is 4 years old from Audna and Kvistur frá Skagaströnd. He has good trades and a good aim, and looks like he will be not be the worst of the brothers. He is currently at home with mares.

Jakob and Alur participated in the sporting events. They won theT2 and came third in five gait at Reykjavíkurmeistaramót. At Sorli’s sporting match they won both events, with 7.90 in five gait and 8.54 in T2. They then got a ticket to Berlin for the WM selection and won the Gold match.

Audur is in the fields at home attending mares. He is still able to take more.

Since the beginning of April a young girl from Sweden, Julia Katz, has been staying with us training and competing with improving results. Among other things she participated in the four gait at the Gullmót and did very well.