Fjórði bróðirinn

Alur og Jakob gerðu góða ferð á Fákaflug í Skagafirði um helgina. Alur var sýndur í kynbótadómi og stóð þar efstur í 6 vetra flokki með lokaeinkunnina 8.25.

Þar með eru fjórir elstu synir Auðnu frá Höfða komnir í fyrstu verðlaun. Meðaltal byggingar þeirra er 8,36, meðaltal hæfileika 8,37 og meðaltal aðaleinkunna 8,36.

Þeir bræður Alur og Auður eru báðir í Steinsholti og geta tekið á móti hryssum þar.