Auðnuafkvæmi / Offspring of Auðna

Tvö afkvæmi Auðnu frá Höfða yfirgáfu landið í haust og fluttu til nýrra eigenda í Svíþjóð og Belgíu. Það eru þau Aldís og Abraham, sem eru komin í umsjá tveggja góðra kvenna. Óskum við þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Í húsi núna eru fjórar hálfsystur undan Auðnu, Orradóttirin Alvara, Þristsdóttirin Alúð og Herjólfsdóttirin Andakt. …

Ungfolar 2016 / Young foals 2016

Í mai voru þriggja vetra graðfolar teknir inn í vikutíma. Lagt við þá, hringteymdir og farið einu sinni á bak. Sýndu allir gott geðslag. Þeir eru Bersi undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu, Óðinn undan Al frá Lundum og Dýrlingur undan Auð frá Lundum. Það er Vibeke Thoresen sem er knapi. ////// This May three winter old …

Veturinn líður / Winter Passes

Það er líf og fjör í hesthúsinu núna eftir frekar rólega byrjun. Í byrjun október voru þriggja vetra tryppin tekin inn og Sigbjörn var nánast einn við frumtamningar. Þrjár hryssur og einn geldingur undan Abraham, ein hryssa undan Asa og Orradóttir undan Auðnu. Í stuttu máli hefur allt gengið vel, Abrahamsafkvæmi lofa góðu. Þau eru …

Asi á World tölt / Asi at World Tolt

Það hefur þegar komið fram að Auðnu- og Bjarmasonurinn Asi hefur verið seldur til Belgíu. Auk þess að vera hátt dæmdur í kynbótadómi á hann að baki farsælan keppnisferil. Síðast keppti hann í meistaradeildinni í fjórgangi í lok janúar þar sem hann lenti í fimmta sæti hjá Jakob Sigurðssyni og þann 8. febrúar sigruðu hann …

Nú árið er liðið… / A year has passed

Nú er árið 2013 senn á enda og vert að líta yfir farinn veg. Í fyrsta sinn áttum við hest á heimsmeistaramóti. Alur fór út til Berlínar ásamt knapa sínum, Jakob Sigurðssyni, en þeir urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar tveim vikum áður. Þeir stóðu sig frábærlega í forkeppninni, fyrsta sæti í T2 og þriðja í fimmgangi. Þótt …

Mótahald og stóðhestahald / Matches and stallions

Það er búið að vera mikið að gerast í mótahaldi á Vesturlandi undanfarið. Fjórðungsmót og Íslandsmót sitt hvora helgina í byrjun júlí. Við áttum einn kynbótahest á fjórðungsmótinu, Abraham 5 vetra Vilmundarson. Hæfileikaeinkunn hans hækkaði um tvær kommur, úr 8,11 í 8,13, 8,24 út og lenti í öðru sæti. Strax eftir mót kom í ljós …

Voruppgjör / Spring Update

Nú er kynbótadómum lokið þetta vorið svo og úrtökum fyrir Fjórðungsmót og Heimsmeistaramót.Einn stóðhestur var sýndur í kynbótadómi frá okkur, Abraham sonur Auðnu og Vilmundar frá Feti. Hann hlaut 8.43 fyrir byggingu og 8.08 fyrir hæfileika, 8.22 út. M.a. fékk hann 9 fyrir bak og lend og 9.5 fyrir hófa, 8 fyrir tölt, 8.5 fyrir …