Ungfolar

Breki
Breki

Nokkrir ungir graðfolar eru í uppeldi hjá okkur, meðal þeirra eru bræðurnir undan Auðnu, Abraham fæddur 2008 og Alexander fæddur 2009. Abraham hefur þegar verið ráðstafað sumarið 2010 og 2011 og forsjálir hrossaræktendur hafa pantað Alexander fyrir árið 2011.

Frændi þeirra Breki sem er undan Auð og Brönu Galdursdóttur var notaður á Ytra-Hólmi síðastliðið sumar. Hann er tveggja vetra og til í að sinna hryssum næsta sumar.