Gleðilegt ár

Síðustu vikur og mánuði hafa hjónin á bænum unnið hörðum höndum við að breyta fjósinu fyrrverandi í hesthús, enn er ýmislegt eftir, en fyrir áramót náðist sá áfangi að gera stíurnar klárar, þannig að hægt var að hýsa allar fylfullu hryssurnar ásamt öðrum sparihrossum meðan lætin gengu yfir á nýjársnótt. Á myndinni er hún Sóley og ekki annað að sjá en hún sé mjög sátt með aðstöðuna. Við óskum öllum gleðilegs árs og færsældar á árinu 2010

IMG_0010