Opnun

Laugardaginn 13. febrúar var opið hús hjá okkur í tilefni af því að lokið er breytingum á fjósi í hesthús. Þar höfum við 14 einstaklingsstíur og þrjár sem rúma 2-3 fullorðin hross hver. Um 80 manns heimsóttu okkur og þáðu léttar veitingar. Heiðurshryssurnar Sóley og Auðna komu inn í tilefni dagsins, svo og ungfolarnir ógeltu, Breki, Abraham og Ljómi. Myndir eru á flickr