Alur

Hann Alur hefur verið stíga sín fyrstu spor í keppni. Fyrir hálfum mánuði tóku þeir Jakob þátt í slaktaumatölti í meistaradeild VÍS og lentu þar í þriðja sæti í harðri keppni.

Á laugardaginn fór svo Torunn með hann i skautahöllina á Svellkaldar konur. Þau enduðu þar í sjöunda sæti í opnum flokki.

Ekki slæmt hjá fimm vetra hesti.