Auður

Auður er kominn heim eftir velheppnaða aðgerð þar sem griffilbein var tekið og síðan fór hann í endurhæfingu hjá Faxa hestum, sund og göngubretti.

Hann stefnir ekki á Landsmót eða í aðrar keppnir á þessu sumri en ætlar að einbeita sér að því að sinna hryssum.

Þessi fallega Orradóttir, Orka frá Miðkoti með gullfallegan Kráksson var fyrst til að njóta þjónustu hans í vor.

Það verður haldið undir hann á húsi í allt sumar og næstu vikurnar verður hann heima á Lundum