Hestapest

Síðustu vikur hefur hestasóttin greinst hjá okkur eins og víða annars staðar, og nú eru öll hrossin komin í frí. Engin eru þó alvarlega veik og einungis fá hafa fengið lítilsháttar hósta. Ekkert er hægt að gera annað en bíða eftir að hún gangi yfir, og vona að fylfullu hryssurnar og folöldin þeirra sleppi vel frá henni.