Folöld

Folöldin eru seint á ferðinni hjá okkur í ár, sem skrifast á fjórðungsmótið. Þó eru hér komin þrjú, bleikstjörnótt hryssa undan Asa og Tinnu frá Útverkum, rauðblesóttur hestur undan Al og Brönu Galdursdóttur og í dag fæddist rauðnösótt hryssa undan Al og Fléttu sem er undan Sóleyju okkar og Loga frá Skarði.