Hestaskjól / Horse Shelter

Margir hafa spurt um hestaskjólið sem við settum upp hjá folaldshryssunum í haust. Því er til að svara að það hefur gefist mjög vel. Það tók smátíma fyrir hrossin að átta sig á notagildinu en síðan hafa þau nýtt það mjög vel, enda oft gert stórrigningar og hríðarbylji í vetur og vor.

Við höfum fullan áhuga á að bæta einu eða tveimur við fyrir næsta vetur.

////////

Many have enquired about the horse shelter we put up for for the foal mares last fall. It has proved very useful. It took a while for the horses to realise the benefit of the shelter, but since then they have made good use of it, as there was often heavy rain or hail this winter and spring.

We are quite keen to add one or two more before next winter.