Folöld / Foals

Þá eru allar hryssur kastaðar hjá okkur. Við fengum sex folöld og kynjahlutfallið var hagstætt, 5 hryssur og einn hestur. Eitt er undan Asa okkar, eitt er undan Orra frá Þúfu en hin eru undan Vilmundarsyninum okkar, honum Abraham.

Síðasta folaldið sem fæddist var eitthvað bágborið, það komst aldrei á spena og dó sólarhringsgamalt þrátt fyrir að við gerðum allt sem hægt var til að hjálpa því. Fjórum dögum síðar dó hryssa frá folaldi norður í Húnavatnssýslu. Við fréttum af því og skutluðum hryssunni, henni Grímu norður og það tókst vel að koma þeim saman. Nú spókar hún sig í Laxárdalnum og mjólkar litlum hesti sem heitir Brattur.

////////

All mares have foaled. We got six foals and the gender ration was advantageous, 5 females and one male. One is from our own Asi, one from Orri from Þúfa, but the others are from our son of Vilmundur, Abraham.

The las foal was somewhat sickly, it never reached its mothers teat, and died 24 hour old despite our best attempts to aid it. Four days later a mare died foaling north in Húnavatnssýsla. We heard of it and sent the mare, Gríma, north, and fortunately she took to the foal. She now prances around Laxárdalur and nurses a little foal called Brattur.