Haust / Autumn

Það er komið haust . Hver lægðin af annarri stefnir á landið með tilheyrandi úrhellisrigningu.

Farfuglarnir eru horfnir og með þeim fór tamningamaðurinn okkar, hann Guðmundur. Hann fór ekki jafn langt og þeir, aðeins út í Steinsholt þar sem hann ætlar að vinna við frumtamningar næstu vikurnar.

Í haust voru tekin inn sjö þriggja vetra tryppi og frumtamin í þrjár vikur. Þrjú undan Al, tvö undan Leiftra, eitt undan Bjarma og eitt undan Glotta frá Sveinatungu.

Einnig voru fjórir fjögurra vetra Leiftrasynir gerðir reiðfærir. Leiftraafkvæmin lofa mjög góðu, eru myndarleg og með góðan karakter.

Allir stóðhestar eru komnir heim eftir að hafa sinnt hryssum á Norður – , Suður- og Vesturlandi.

Leiftri og Geisli eru notaðir í Reiðmanninum þar sem Sigbjörn og Guðmundur eru nemendur.

Allar hryssur nema ein eru komnar heim, flestar með staðfest fyl. Bjarma- og Auðnudóttirin Alma er enn hjá Orra frá Þúfu og nú krossum við bara fingur og vonumst eftir jákvæðum fréttum næst þegar sónað verður. Auðna og Brana eru fylfullar við Þristi frá Feti, Litla Jörp frá Bjalla var hjá Leikni frá Vakurstöðum, Lipurtá hjá Auð, Tinna frá Útverkum og Iða frá Höfða voru hjá Asa, Flétta hjá Al og Gríma sem er fósturmóðir norður í Laxárdal fór undir Vita frá Kagaðarhóli.

Vimundar- og Auðnusonurinn Abraham þriggja vetra er kominn í frumtamningu í Steinsholt og fer vel af stað, yfirvegaður og næmur.

Næstu vikur munu fara mest í ýmsa útivinnu , svo sem skítkeyrslu og reiðvegagerð auk viðhalds og þrifa á útihúsum.

////////

Autumn is here. A series of low pressure points head for the country with heavy rains.

The birds have migrated, and along with them Gudmundur, our horse tamer. He didn’t go as far as the birds, only to Steinsholt where he will work on startup training during the next few weeks.

This autumn we took in seven three year old horses and tamed them for three weeks. Three are from Alur, two Leiftri, one Bjarmi, and one from Glotti from Sveinatunga.

Four four year old sons of Leiftri were also made rideable. Leiftri’s offsprings are very promising, handsome and of good character.

All the stallions are home after serving  mares in the North, South and West parts of the country.

Leiftri and Geisli are used in Reidmadurinn, a course where Sigbjorn and Gudmundur are students.

Aller mares except one are home, most confirmed with foals. Alma, daughter of Bjarmi and Audna, is still with Orri from Thufa, and now we keep our fingers crossed, hoping for good news after the next sonar. Audna and Brana have conceived from Thristur from Fet, Litla Jorp from Bjalli was with Leiknir from Vakurstadir, Lipurta with Audur, Tinna from Utverk and Ida from Hofdi with Asi, Fletta with Alur and Grima, who is a foster mother up north in Laxardalur, went under Viti from Kagadarholl.

The three year old Abraham, son of Vilmundur and Audna, is in startup training in Steinsholt and is doing well, calm and responsive.

The next few weeks will mostly involve various outdoor work, such as transporting manure and making riding paths, along with maintaining and cleaning stables etc.