Auður með afkvæmum

Auður kom fram á Stóðhestadeginum á Brávöllum á Selfossi á laugardag. Honum fylgdu þrjú afkvæmi, Vörður, rauðskjóttur stóðhestur frá Sturlu-Reykjum, Mímir brúnn stóðhestur frá Hvoli og rauð hryssa, Örk frá Hveragerði sem er aðeins fjögurra vetra. Öll kynntu sig vel, töltgeng og myndarleg.
Auður verður í Steinsholti fram yfir Íslandsmót og eftir það í Árbæjarhjáleigu