Asi

Hann Asi  mætir á Landsmót. Hann er sex vetra gamall og er með sex níur: fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, samræmi og prúðleika. Og svo er hann með 9,5 fyrir bak og lend.

Hann byrjaði að keppa í sporti í vor og hefur náð 7.17 í fjórgangi.

Hann verður á Stóra Kroppi í Reykholtsdal eftir LM.

////////

Asi will be showing up at the Landsmót (Icelandic Championship). He’s six winters old and has six nines: for tolt, trot, spirit, general impression, proportions, and mane & tail. He also has 9.5 for back.
He started competing in sports this spring, and has achieved 7.17 in fourgate.
He will be at Stóri Kroppur in Reykholtsdalur after Landsmót.

Auður

Hann Auður hefur haft í nógu að snúast á húsgangmáli. Sautján hryssur hafa heimsótt hann og nú um miðjan mánuðinn liggur leið hans á Suðurlandið þar sem hann verður fyrra tímabil á Ásmundarstöðum í Holtum á vegum hrossaræktardeildarinnar Fengs. Pantanir hjá Jakob í síma 8656356 eða Gústav 6601773.

////////

Auður has been busy with mares. Seventeen mares have seen him so far, and at the middle of the month he’s going to Southern Iceland where he will stay for the first period at Ásmundarstaðir in Holt, courtesy of the breeding association Fengur. Orders can be made with Jakob (T. +354 865 6356) or Gústav (T. +354 660 1773).

Sigbjörn er kominn heim / Sigbjörn is home

Sigbjörn er loksins kominn heim eftir að hafa verið á faraldsfæti utan lands og innan við dómastörf síðan í lok apríl. Að vísu er ein ferð til Austurríkis eftir en það eru nú bara fjórir dagar.

////////

Sigbjörn is finally home after having traveled within the country and abroad judging since the end of april. Only one trip left to Austria, but that’s only for four days.

Hestaskjól / Horse Shelter

Margir hafa spurt um hestaskjólið sem við settum upp hjá folaldshryssunum í haust. Því er til að svara að það hefur gefist mjög vel. Það tók smátíma fyrir hrossin að átta sig á notagildinu en síðan hafa þau nýtt það mjög vel, enda oft gert stórrigningar og hríðarbylji í vetur og vor.

Við höfum fullan áhuga á að bæta einu eða tveimur við fyrir næsta vetur.

////////

Many have enquired about the horse shelter we put up for for the foal mares last fall. It has proved very useful. It took a while for the horses to realise the benefit of the shelter, but since then they have made good use of it, as there was often heavy rain or hail this winter and spring.

We are quite keen to add one or two more before next winter.

Nýja árið / The New Year

Þá eru jólin og áramótin liðin og allt að færast í hverdagslegt horf. Öll hross úti komin á gjöf og fjölgar ört í hesthúsinu. Tamningamaðurinn Guðmundur Ólafsson kominn til okkar aftur eftir að hafa verið í Steinsholti hjá Jakobi í haust.

Tveir stóðhestar eru komnir á járn, þeir Leiftri og Geisli. Nokkur tryppi í frumtamningu og áframhaldandi þjálfun undan hestunum okkar, Bjarma, Auð og Leiftra.

Fimm systkini undan Auðnu eru komin í Steinsholt. Bræðurnir Auður, Alur og Asi , og svo systurnar Alma undan Bjarma og Aldís undan Dyn frá Hvammi. Öll stefna þau í keppnir og/eða dóm á árinu.

Sigbjörn haltrar enn um á hækjum eftir fótbrot fyrir tveimur mánuðum, en vonir standa til að úr rætist og hann verði kominn á skrið í næsta mánuði.

////////

Christmas and new year’s are over and things are moving back to their regular pace. All horses outside on feed and rapidly increasing in the stable. The trainer Guðmundur Ólafsson is back after staying in Steinsholt with Jakob in the fall.

Two stallions have been shoed, Leiftri and Geisli. A few colts are in the early stages of taming and training  from our horses, Bjarmi, Audur and Leiftri.

Five siblings from Audna are in Steinsholt. The brothers Audur, Alur and Asi, and the sisters Alma of Bjarmi and Aldis from Dynur from Hvammi. They are all headed for competitions and/or judging later this year.

Sigbjorn is still limping around on crutches after breaking his leg two months ago, but hopes are high that he’ll be back on both legs next month.

Tamningatryppi

Þann 10. nóv sóttum við þrjú tryppi á fjórða vetur til Jakobs í Steinsholti en þau eru búin að vera í tamningu síðustu sex vikur. Þau eru Breki undan Auð og Brönu Galdursdóttur, Sóldögg undan  Sóleyju og Dyn frá Hvammi  og Aldís undan Auðnu og Dyn frá Hvammi.
Hér eru örstutt myndbrot af þeim.

Breki

Sóldögg

Aldís

Abraham og frjósemin

Það var sónað frá Abraham á Stóra Kroppi í dag. Af fjórtán hryssum voru allar fengnar nema ein, og þar af ein með tvífyl. Áður höfðu þrjár hryssur verið sónaðar með fyli. Auk þess sinnti hann níu hryssum sem ekki hafa verið sónaðar.
Ekki slæmur árangur hjá tveggja vetra hesti.