Abraham

Hann Abraham sem er tveggja vetra, er í æfingakennslu hjá tveimur rosknum og ráðsettum, þeim Sóleyju frá Lundum og Freistingu frá Ljótsstöðum.
Hann fer síðan í girðingu að Ytra Hólmi í júní og seinna að Stóra Kroppi og er nánast fullt undir hann á báðum stöðum.

Auður

Auður er kominn heim eftir velheppnaða aðgerð þar sem griffilbein var tekið og síðan fór hann í endurhæfingu hjá Faxa hestum, sund og göngubretti.

Hann stefnir ekki á Landsmót eða í aðrar keppnir á þessu sumri en ætlar að einbeita sér að því að sinna hryssum.

Þessi fallega Orradóttir, Orka frá Miðkoti með gullfallegan Kráksson var fyrst til að njóta þjónustu hans í vor.

Það verður haldið undir hann á húsi í allt sumar og næstu vikurnar verður hann heima á Lundum

Alur

Hann Alur hefur verið stíga sín fyrstu spor í keppni. Fyrir hálfum mánuði tóku þeir Jakob þátt í slaktaumatölti í meistaradeild VÍS og lentu þar í þriðja sæti í harðri keppni.

Á laugardaginn fór svo Torunn með hann i skautahöllina á Svellkaldar konur. Þau enduðu þar í sjöunda sæti í opnum flokki.

Ekki slæmt hjá fimm vetra hesti.

Opnun

Laugardaginn 13. febrúar var opið hús hjá okkur í tilefni af því að lokið er breytingum á fjósi í hesthús. Þar höfum við 14 einstaklingsstíur og þrjár sem rúma 2-3 fullorðin hross hver. Um 80 manns heimsóttu okkur og þáðu léttar veitingar. Heiðurshryssurnar Sóley og Auðna komu inn í tilefni dagsins, svo og ungfolarnir ógeltu, Breki, Abraham og Ljómi. Myndir eru á flickr

Gleðilegt ár

Síðustu vikur og mánuði hafa hjónin á bænum unnið hörðum höndum við að breyta fjósinu fyrrverandi í hesthús, enn er ýmislegt eftir, en fyrir áramót náðist sá áfangi að gera stíurnar klárar, þannig að hægt var að hýsa allar fylfullu hryssurnar ásamt öðrum sparihrossum meðan lætin gengu yfir á nýjársnótt. Á myndinni er hún Sóley og ekki annað að sjá en hún sé mjög sátt með aðstöðuna. Við óskum öllum gleðilegs árs og færsældar á árinu 2010

IMG_0010

Veður í grasi

Þessa skemmtilegu mynd sendi okkur Einar á Brúnum í Eyjafirði , en hún er af Auð í landi Grýtu þar sem hann sinnti Norðlenskum hryssum í sumar. Það er ekki hægt að kvarta yfir haganum, hann bókstaflega veður grasið í kvið, enda var fyljunarárangurinn  góður.

Audur í Grýtu (Small)

Frumtamningar

o

Síðustu vikur hafa fjórar hryssur undan Auð verið hér í frumtamningu. Þrjár þeirra eru í eigu Antons Ottesen á Ytra Hólmi, en eina á Þóra Jónsdóttir í Reykjavík.
Það er nokkur eftirvænting í gangi þar sem þetta eru fyrstu afkvæmi Auðs sem komast á tamningaraldur. Þær eru allar á fjórða vetri. Allt gengur eðlilega, þær eru jákvæðar og yfirvegaðar, hreyfingamiklar og stutt í gang. Á myndinni er ungur tamningamaður, Guðmundur Ólafsson á Öskju frá Ytra-Hólmi.

Ungfolar

Breki
Breki

Nokkrir ungir graðfolar eru í uppeldi hjá okkur, meðal þeirra eru bræðurnir undan Auðnu, Abraham fæddur 2008 og Alexander fæddur 2009. Abraham hefur þegar verið ráðstafað sumarið 2010 og 2011 og forsjálir hrossaræktendur hafa pantað Alexander fyrir árið 2011.

Frændi þeirra Breki sem er undan Auð og Brönu Galdursdóttur var notaður á Ytra-Hólmi síðastliðið sumar. Hann er tveggja vetra og til í að sinna hryssum næsta sumar.