Asi

Hann Asi  mætir á Landsmót. Hann er sex vetra gamall og er með sex níur: fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, samræmi og prúðleika. Og svo er hann með 9,5 fyrir bak og lend. Hann byrjaði að keppa í sporti í vor og hefur náð 7.17 í fjórgangi. Hann verður á Stóra […]

Auður

Hann Auður hefur haft í nógu að snúast á húsgangmáli. Sautján hryssur hafa heimsótt hann og nú um miðjan mánuðinn liggur leið hans á Suðurlandið þar sem hann verður fyrra tímabil á Ásmundarstöðum í Holtum á vegum hrossaræktardeildarinnar Fengs. Pantanir hjá Jakob í síma 8656356 eða Gústav 6601773. //////// Auður has been busy with mares. […]

Hestaskjól / Horse Shelter

Margir hafa spurt um hestaskjólið sem við settum upp hjá folaldshryssunum í haust. Því er til að svara að það hefur gefist mjög vel. Það tók smátíma fyrir hrossin að átta sig á notagildinu en síðan hafa þau nýtt það mjög vel, enda oft gert stórrigningar og hríðarbylji í vetur og vor. Við höfum fullan […]

Nýja árið / The New Year

Þá eru jólin og áramótin liðin og allt að færast í hverdagslegt horf. Öll hross úti komin á gjöf og fjölgar ört í hesthúsinu. Tamningamaðurinn Guðmundur Ólafsson kominn til okkar aftur eftir að hafa verið í Steinsholti hjá Jakobi í haust. Tveir stóðhestar eru komnir á járn, þeir Leiftri og Geisli. Nokkur tryppi í frumtamningu […]

Tamningatryppi

Þann 10. nóv sóttum við þrjú tryppi á fjórða vetur til Jakobs í Steinsholti en þau eru búin að vera í tamningu síðustu sex vikur. Þau eru Breki undan Auð og Brönu Galdursdóttur, Sóldögg undan  Sóleyju og Dyn frá Hvammi  og Aldís undan Auðnu og Dyn frá Hvammi. Hér eru örstutt myndbrot af þeim. Breki […]

Abraham og frjósemin

Það var sónað frá Abraham á Stóra Kroppi í dag. Af fjórtán hryssum voru allar fengnar nema ein, og þar af ein með tvífyl. Áður höfðu þrjár hryssur verið sónaðar með fyli. Auk þess sinnti hann níu hryssum sem ekki hafa verið sónaðar. Ekki slæmur árangur hjá tveggja vetra hesti.