Haust / Autumn

Það er komið haust . Hver lægðin af annarri stefnir á landið með tilheyrandi úrhellisrigningu. Farfuglarnir eru horfnir og með þeim fór tamningamaðurinn okkar, hann Guðmundur. Hann fór ekki jafn langt og þeir, aðeins út í Steinsholt þar sem hann ætlar að vinna við frumtamningar næstu vikurnar. Í haust voru tekin inn sjö þriggja vetra […]

Folöld / Foals

Þá eru allar hryssur kastaðar hjá okkur. Við fengum sex folöld og kynjahlutfallið var hagstætt, 5 hryssur og einn hestur. Eitt er undan Asa okkar, eitt er undan Orra frá Þúfu en hin eru undan Vilmundarsyninum okkar, honum Abraham. Síðasta folaldið sem fæddist var eitthvað bágborið, það komst aldrei á spena og dó sólarhringsgamalt þrátt […]

Arður

Arður er átta vetra sonur Auðnu frá Höfða og Skorra frá Gunnarsholti. Hann kom fram á landsmóti árið 2008 og hlaut þá 8.28 fyrir byggingu og 8.39 fyrir kosti. Það ár var hann seldur til Svíþjóðar og hefur verið að standa sig vel í sportinu. Hann verður einn af fulltrúum Svíþjóðar á Heimsmeistaramótinu í Austurríki […]

Sóley

Hún Sóley okkar er farin yfir í veiðilöndin eilífu. Hún var 22 vetra. Hún var mikill og eftirminnilegur karakter. Hún kom fram á fjórðungsmóti á Vesturlandi árið 1997 þar sem hún stóð efst í flokki 7 vetra og eldri hryssna og var jafnframt hæst dæmda hryssa landsins það ár. Fékk 8.20 fyrir byggingu og 8.41 […]

Íþróttamót / Sports Match

Asi og Alur eru báðir skráðir til leiks á Íslandsmóti í hestaíþróttum, sem hefst á morgun. Asi í fjórgangi og Alur í fimmgangi og slaktaumatölti. Að því loknu fer Asi í girðingu á Stóra Kroppi í Reykholtsdal en Alur verður heima á Lundum. Þessa mynd tók hún Hulda Geirsdóttir af Asa á landsmótinu. //////// Asi […]