Reykjavíkurmeistaramót

 

Reykjavíkurmeistaramótinu lauk á sunnudag.

Alur keppti í slaktaumatölti og fimmgangi. Varð í fyrsta sæti í slaktaumatöltinu og endaði í þriðja sæti í fimmgangi í feikna sterkum úrslitum.

Hér eru nokkrar myndir frá úrslitum í fimmgangi.

 

Reykjavíkurmeistaramót ended on sunday.

Alur competed in T2 and five gait. Was number one in T2 and third in five gait .

Here are some pictures from the competition in five gait.

 

Auður með afkvæmum

Auður kom fram á Stóðhestadeginum á Brávöllum á Selfossi á laugardag. Honum fylgdu þrjú afkvæmi, Vörður, rauðskjóttur stóðhestur frá Sturlu-Reykjum, Mímir brúnn stóðhestur frá Hvoli og rauð hryssa, Örk frá Hveragerði sem er aðeins fjögurra vetra. Öll kynntu sig vel, töltgeng og myndarleg.
Auður verður í Steinsholti fram yfir Íslandsmót og eftir það í Árbæjarhjáleigu

Vetrarstarfið hafið / Winter Work Begun

Um miðjan september hófust tamningar á bænum. Þá kom hún Lilja Ósk Alexandersdóttir til starfa .
Allt fer vel af stað. Það var byrjað á fimm þriggja vetra hryssum, tvær eru undan Bjarma, ein undan Kvisti frá Skagaströnd, ein undan Hrannari frá Þorlákshöfn og ein undan Geisla okkar. Að auki nokkur fjögurra og fimm vetra hross undan Al, Leiftra og Bjarma. Á myndinni er Lilja á efnilegri Bjarmadóttur.

//////

Around mid-september training began on the farm. That’s when Lilja Ósk Alexandersdottir started working.
All went well. We started with five three year old mares, two of them from Bjarmi, one from Kvistur from Skagastrond, one from Hrannar from Thorlakshofn, and one from our Geisli. Also a few four and five year old horses from Alur, Leiftri, and Bjarmi. Pictured is Lilja on a promsing daughter of Bjarmi.

Íslandsmót / Icelandic Championship

Jakob Sigurðsson mætti með tvo hesta frá okkur á Íslandsmót á Vindheimamelum, bræðurna Asa og Al. Asi tók þátt í fjórgangi og stóð sig ágætlega, lenti í b úrslitum og hafnaði í áttunda sæti. Alur var í heldur betra stuði, tók þátt í slaktaumatölti og fimmgangi og þeir Jakob gerðu sér lítið fyrir og lönduðu tveimur Íslandsmeistaratitlum. Frábær og verðskuldaður árangur hjá þeim félögum.

Næstu daga munu þeir báðir taka á móti hryssum. Alur verður á Stóra Kroppi og Asi heima á Lundum. Verðið er 80 þús hjá hvorum. Innifalið er girðingagjald, vsk og ein sónun. Pantanir fyrir Al hjá Bryndísi sími 8624341 og Asa hjá Sigbirni sími 8472434.

Abraham er líka heima í girðingu og tekur vel á móti nýjum hryssum. Verðið hjá honum er 45 þús.

//////

Jakob Sigurðsson showed two of our horses at the Icelandic Championship at Vindheimamelar, the brothers Asi and Alur. Asi participated in four gait and did well, landing in B finals og taking 8th place. Alur was in the zone, participating in T2 and five gait, and he and Jakob landed two Icelandic titles. A great and well deserved achievement for both.

The next few days Asi and Alur will be receiving mares. Alur will be at Stóri Kroppur and Asi at Lundar. The price is ISK 80,000 for each. Included is fence, tax, and one sonar. Orders for Alur are with Bryndís (tel. 862 4341) and for Asi with Sigbjörn (tel. 847 2434).

Abraham is also at home and will gladly receive new mares. The price is ISK 45,000.

Síðbúnar fréttir af landsmóti / Late news from Landsmót

Þá er góðu landsmóti í Reykjavík lokið. Asi var óheppinn í forkeppni í B flokki og komst ekki í milliriðil, munaði þó aðeins þremur kommum.Ekkert breyttist hjá Al á yfirlitssýningunni og hann endaði í níunda sæti, sem er einu sæti ofar en þrír bræður hans hafa hlotið á landsmóti. Við, sem héldum að við værum í áskrift að tíunda sætinu 😉

Næst verður stefnan tekin á Vindheimamela þar sem þeir keppa á Íslandsmóti í hestaíþróttum. Að því loknu munu þeir sinna hryssum. Alur verður á Stóra Kroppi í Reykholtsdal og Asi líklega heima á Lundum.
Auður sinnir hryssum í Kýrholti í Skagafirði en Abraham er hér heima og alltaf tilbúinn að taka á móti hryssum.
Alexander er kominn austur á Hérað í umsjá Jósefs Valgarðs á Víðivöllum fremri.

Á myndinni er lífsglöð Asadóttir með móður sinni, Bliku frá Bakkakoti.

//////

A good landsmót in Reykjavík is over. Asi was unlucky in the first round and did not get to the middle round. The difference was only three points. Nothing changed in the second judgement with Alur and he ended in 9th place which is one place higher than his three brothers. And we thought that we had a subscription for the tenth place 😉

The next task is Icelandic championship in Skagafjörður. After that they both will serve mares. Alur will be in Stóri Kroppur and Asi probably here at Lundar. Auður is in Skagafjörður and Abraham here at home, and he is always eager to have more mares. Alexander is in the East.

The picture shows a joyful daughter of Asi.

Landsmót

Þá er kynbótasýningum lokið þetta vor og líka úrtökum fyrir landsmót. Alur  mun keppa í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri, en Asi fer í gæðingakeppni. Tvær fimm vetra hryssur frá okkur voru sýndar í síðustu viku á Miðfossum. Aldís undan Dyn frá Hvammi og Auðnu fór í 8,03 fyrir byggingu og 7,83 fyrir kosti, aðaleink. 7,91. Sóldögg er einnig undan Dyn og móðirin er Sóley. Hún fékk 8,28 fyrir byggingu og 7,55 fyrir kosti. Aðaleinkunn 7,84. Fínir dómar fyrir fimm vetra hryssur, sem ekki sýndu skeið. Sýnendur voru Jakob og Torunn í Steinsholti.

//////

Breeding shows are over this spring, and also finals for Landsmot. Alur will compete in the class of 7 year old stallions and older, but Asi goes to the Gaedingakeppni. Two five year old mares from us were shown last week at Midfossar. Aldis from Dynur from Hvammi and Audna received 8.03 for conformation and 7.83 for rideability, total of 7.91. Soldogg is also a daughter of Dynur and the mother is Soley. She received 8.28 for conformation and 7.55 for rideability, total 7.84. Fine marks for five year old mares which didn’t display pace. They were shown by Jakob and Torunn in Stensholt.