Reykjavíkurmeistaramót

  Reykjavíkurmeistaramótinu lauk á sunnudag. Alur keppti í slaktaumatölti og fimmgangi. Varð í fyrsta sæti í slaktaumatöltinu og endaði í þriðja sæti í fimmgangi í feikna sterkum úrslitum. Hér eru nokkrar myndir frá úrslitum í fimmgangi.   Reykjavíkurmeistaramót ended on sunday. Alur competed in T2 and five gait. Was number one in T2 and third …

Auður með afkvæmum

Auður kom fram á Stóðhestadeginum á Brávöllum á Selfossi á laugardag. Honum fylgdu þrjú afkvæmi, Vörður, rauðskjóttur stóðhestur frá Sturlu-Reykjum, Mímir brúnn stóðhestur frá Hvoli og rauð hryssa, Örk frá Hveragerði sem er aðeins fjögurra vetra. Öll kynntu sig vel, töltgeng og myndarleg. Auður verður í Steinsholti fram yfir Íslandsmót og eftir það í Árbæjarhjáleigu

Vetrarstarfið hafið / Winter Work Begun

Um miðjan september hófust tamningar á bænum. Þá kom hún Lilja Ósk Alexandersdóttir til starfa . Allt fer vel af stað. Það var byrjað á fimm þriggja vetra hryssum, tvær eru undan Bjarma, ein undan Kvisti frá Skagaströnd, ein undan Hrannari frá Þorlákshöfn og ein undan Geisla okkar. Að auki nokkur fjögurra og fimm vetra …

Íslandsmót / Icelandic Championship

Jakob Sigurðsson mætti með tvo hesta frá okkur á Íslandsmót á Vindheimamelum, bræðurna Asa og Al. Asi tók þátt í fjórgangi og stóð sig ágætlega, lenti í b úrslitum og hafnaði í áttunda sæti. Alur var í heldur betra stuði, tók þátt í slaktaumatölti og fimmgangi og þeir Jakob gerðu sér lítið fyrir og lönduðu …

Síðbúnar fréttir af landsmóti / Late news from Landsmót

Þá er góðu landsmóti í Reykjavík lokið. Asi var óheppinn í forkeppni í B flokki og komst ekki í milliriðil, munaði þó aðeins þremur kommum.Ekkert breyttist hjá Al á yfirlitssýningunni og hann endaði í níunda sæti, sem er einu sæti ofar en þrír bræður hans hafa hlotið á landsmóti. Við, sem héldum að við værum …

Landsmót

Þá er kynbótasýningum lokið þetta vor og líka úrtökum fyrir landsmót. Alur  mun keppa í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri, en Asi fer í gæðingakeppni. Tvær fimm vetra hryssur frá okkur voru sýndar í síðustu viku á Miðfossum. Aldís undan Dyn frá Hvammi og Auðnu fór í 8,03 fyrir byggingu og 7,83 fyrir kosti, …